Syntax vinnur fyrir stærri og smærri fyrirtæki, einstaklinga og félagasamtök og tekur að sér hvers kyns verkefni.

Lilja Ársælsdóttir

Lilja er aðalvefhönnuður og stofnandi Syntax. Lilja lærði vefhönnun og forritun í Danmörku og hefur áralanga reynslu í markaðssetningu og framsetningu efnis fyrir vefsíður. Lilja er búsett í Reykjavík ásamt eiginmanni sínum, Jóni Frey Benediktssyni og börnum þeirra,  Benediktu Valgerði og Mikael Karli. Hún hefur brennandi áhuga á hvers kyns nýjungum í vefforritun og internetmarkaðssetningu ásamt því að vera áhugaljósmyndari.

Benedikta Ársælsdóttir

Benedikta sér um textasmíði á ensku og íslensku. Hún tekur einnig að sér útlitshönnun og ráðgjöf ásamt innsetningu á efni og síðuprófun.
Benedikta er búsett í Berlín ásamt sambýlismanni sínum, Jonathan Baker, og hefur starfað við ýmiss konar samskiptaþjónustu og skipulagshönnun ásamt því að vera sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur fyrir kvikmyndir og tísku.